Þá er að ákveða sig hvað á að skrifa um.

Nú er ég búin að taka fyrsta skrefið. Búin að stofna bloggið og tilbúin að kasta mér út í þetta. En hvað á ég að skrifa um? Ég er búin að hugsa svolítið um þetta og ég held að ég verði að tileinka, allavega einhvern hluta bloggsins, umferðinni og málefnum tengdum henni.

Ég er ein af þeim sem ferðast mikið á tveimur jafnfljótum í umferðinni og ég er alltaf jafn hissa á hvað aðrir vegfarendur sýna þessum hópi lítinn skilning. T.d. í gær þá labbaði ég út í búð í hádeginu. Í fyrsta lagi þá voru stórir haugar af snjó á flestum gangstéttum þannig að aðeins var fært um mjóan stíg sem augljóslega var troðinn af vegfarendum sem höfðu átt leið þarna um á undan mér. Í öðru lagi var svo sleipt að ég mátti hafa mig alla við til að halda jafnvægi. Í þriðja lagi þurfti ég í nokkrum tilfellum að klifra yfir snjóhrúguna og út á akbrautina af því að einhverjir höfðu ekki fundið bílastæði fyrir bílana sína og fannst því tilvalið að leggja þeim á miðja gangstéttina, það er hvort sem er engin sem notar hana. Mig langar til að biðja fólk að sýna tillitsemi gagnvart öðrum í umferðinni. Sérstakleg á gangbrautum. Á hverjum degi verð ég fyrir því að bílstjórar fylgjast ekki með hvort það sé grænt ljós á gangbrautum heldur bara bruna af stað um leið og það kemur grænt ljós á þá. Þetta á sérstaklega við á gatnamótum þegar bílstjórar ætla að taka beygjur. Ég hef lent í því að komast ekki yfir á gangbraut því að bílarnir stoppuðu ekki þó svo að það væri grænt ljós á mig. Ekki þori ég fyrir mitt litla líf að labba út á gangbrautina og treysta á að bílarnir stoppi.

Ég var með hugmynd um að kaupa mér gemsa með myndavél þannig að ég gæti tekið myndir af öllum þeim bílum sem er lagt fáránlega og birta þær svo á blogginu. Fékk hugmyndina þegar ég sá bíl með límmiða sem á stóð  "IParkLikeAnIdiot.com" og ákvað að tékka á þessari heimasíðu. Þar voru nokkrar myndir af bílum sem lagt var fáránlega og einhver hafði límt þessa miða á þá. Það voru þá fleiri í þessum heimi sem voru að láta þetta fara í taugarnar á sér. En þetta er eitthvað sem kemur þá í framtíðinni.

Núna vona ég að fólk sem les þetta haldi ekki að ég sé "ein úr vesturbænum". Venjulega er ég ekki að skammast mikið. Finnst að fólk eigi að fá að gera það sem það vill (en bara svo lengi að það gangi ekki á rétt annarra). Mér finnst bara stundum að fólk hugsi eingöngu um rassg....... á sjálfum sér og gleymi því að maður á að koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við sig. Maður heyrir mikið talað um að það þurfi að breyta umferðamenningunni á Íslandi og besti staðurinn til að byrja er á sjálfum sér. Sýnum tillitsemi, þolinmæði og skilning í umferðinni. Verðum ekki eins og "Fetmúli" í Disney-myndinni, þessi yndislegi heimilisfaðir sem varð að skrímsli þegar hann settist upp í bíl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hinar ýmsu hugleiðingar

Höfundur

Hjördís Jóna Kjartansdóttir
Hjördís Jóna Kjartansdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband